Um Knitbyay

Knitbyay.com er vefsíða sem selur uppskriftir og fleiri prjónatengdar vörur.

Aníta Ýr Bergþórsdóttir er hönnuður og hugmyndasmiður Knitbyay. Ég lærði að prjóna í grunnskóla en fór ekki að fara eftir uppskriftum fyrr en í ágúst 2020, þökk sé covid! 

Ég fór fljótlega að fara út fyrir uppskriftir sem ég átti til og var að breyta sniðinu svo það passaði mér betur. Svo var ég farin að prjóna eftir engum uppskriftum sem varð svo til þess að ég fór að skrifa niður hjá mér það sem ég var að prjóna og þannig fór ég að hanna mínar eigin uppskriftir frá grunni.

Fyrsta uppskriftin mín Bjarki - Lokuð barnapeysa kom út 20.júní 2021 og er mikið af fleiri uppskriftum væntanlegar

Mig vantaði stað til þess að selja mínar uppskriftir, ásamt því sem mér finnst nauðsynlegt að hafa í prjónabuddunni og þá varð hugmyndin um að stofna vefsíðu að veruleika. Á vefsíðunni má einnig finna uppskriftir eftir aðra hönnuði. 

Vöru og uppskrifta úrval mun aukast næstu vikur, mánuði og ár.

Er spennt fyrir komandi tímum með Knitbyay!