Skilmálar
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Knitbyay slf. kt: 470621-0950
Netfang: Knitbyay@knitbyay.com / anitabergthors@knitbyay.com
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði.
Verð getur breyst án fyrirvara.
Knitbyay áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d vegna rangra verðupplýsinga.
Knitbyay áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Greiðsla
Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfaradi hætti:
Hægt er að greiða með bæði debet og kreditkorti með þjónustu frá Rapyd ehf.
Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun. Mikilvægt er að senda kvittun á knitbyay@knitbyay.com til að fá pöntunina afgreidda sem fyrst. Ef kvittun á millifærslu berst ekki þá getur tekið 1-2 daga að fá pöntun afgreidda.
Reikningsnr: 0358-26-000261 Kt 470621-0950
Aur appið. Greiðsluna skal senda á númer 123 621 0210. Greiðsla skal berast innan 24 tíma frá pöntun.
Að skipta og skila vöru
Ekki er hægt að skipta eða skila rafrænni vöru.
Það er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun kvittunnar sem sýnir hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn.
Afhending
Afhending á rafrænum vörum fer fram á pdf formi um leið og greiðslu er lokið. Aðeins er hægt að niðurhala uppskriftinni tvisvar. Vistið uppskriftina á góðum stað í símanum eða tölvunni svo hægt sé að finna hana aftur.
Allar pantanir eru afgreiddar 1-3 virkum dögum eftir að pöntun á sér stað. Við reynum alltaf að afgreiða pantanir eins fljótt og auðið er, oft samdægurs.
Sækja: Hægt að sækja alla virka daga á milli 18-20 með fyrirvara um breytingar. Við látum þig vita þegar pöntun er tilbúin til afhendingar. Hægt að hafa samband ef þessar tímasetningar henta ekki.
Heimsendig: Keyrt er út í eftirfarandi póstnúmer á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi: 101, 102, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113, 200, 201, 203, 206, 210, 220, 221, 225, 300, 301. Sendingar eru keyrðar út alla virka daga á milli 19-21 með fyrirvara um breytingar. Sent er SMS fyrir afhendingu.
ATH: pantanir sem koma eftir kl 16:00 eru keyrðar út næsta virka dag.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Knitbyay ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Knitbyay til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Prjónauppskriftir eru einungis til einkanota. Mikil ást og vinna var lögð í gerð að hverri uppskrift. Uppskriftirnar má ekki afrita, selja eða dreifa með öðrum hætti. Vörur framleiddar út frá uppskrift má ekki selja í viðskiptalegum tilgangi.